Þessi þjónusta er í boði:

  • Hönn gerir auglýsingar fyrir alla miðla, sjónvarp, útvarp, prentmiðla, vef og samfélagsmiðla. Markmiðið er ávallt það sama. Að ná hámarksárangri fyrir viðskiptavininn með hugmyndaríkum, vel úthugsuðum og faglega unnum auglýsingum.

  • Hjá Hönn er mikil reynsla af mörkun og endurmörkun vörumerkja. Það þarf að skapa vörumerkjum sérstöðu og halda henni í gegnum allt markaðsefni sem framleitt er.

  • Grafísk hönnun er nánast alls staðar í kringum okkur. Hjá Hönn er áratugareynsla í að hanna fyrir prent, sjónvarp, netið, samfélagsmiðla og umhverfisgrafík.

  • Hönn leggur mikinn metnað í að skila ljósmyndum í hæsta gæðaflokki. Hönn býr yfir sérlega vel búnu ljósmyndastúdíói og topp myndavélabúnaði. Ekki er minni metnaður lagður í eftirvinnslu (retouching) á ljósmyndunum.

  • Umbúðir geta skipt sköpum í vinsældum vöru. Hönn hefur hannað fjölda umbúða. Aðallega plötuumslög en einnig umbúðir fyrir matvæli og fleira.

  • Hjá Hönn er áratugareynsla í leikmyndahönnun fyrir sjónvarp. Bæði fyrir RÚV og Stöð 2. Þar má nefna fréttasett, íþróttasett, spjallþætti og skemmtiþætti af stærstu gerð.

  • Hér er Hönn líka á heimavelli. Hjá Hönn er mikil reynsla af 3D Animation verkefnum með fólki sem hefur gegnt lykilstörfum hjá PIXAR.

  • Hönn gerir myndskreytingar fyrir auglýsingar, bækur, tímarit og sjónvarpsþætti svo eitthvað sé nefnt.