Jakob Jóhannsson

Jakob útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1989 (nú Listaháskóli Íslands).

Jakob hefur stýrt mörgum stórum auglýsingaherferðum fyrir sum af stærstu fyrirtækjum landsins sem nokkrar hafa fengið tilnefningar og Lúðurinn hjá ÍMARK. Hann hefur einnig skrifað og leikstýrt fjölda sjónvarpsauglýsinga, gert ótal heilsíðuauglýsingar og vandaða prentgripi. Hann hefur verið hönnunarstjóri hjá RÚV og Stöð 2 og rekið eigið 3D Animation og auglýsingafyrirtæki í Svíþjóð.

Hann hefur líka starfað á auglýsingastofum hér heima eins og Hvíta Húsinu, Góðu fólki McCann Erickson og ENNEMM. Hann rak líka sína eigin auglýsingastofu (Sjöunda himinn) sem vann fyrir sum af stærstu fyrirtækjum landsins en hún sameinaðist ENNEMM.

Ljósmyndir eftir Jakob

Sveinbjörn (Bjössi Greifi) Grétarsson

Undanfarin ár hefur Jakob unnið mikið af auglýsingaefni fyrir samfélagsmiðla. Hann er tækninörd og fylgist vel með því nýjasta og þarf alltaf að eiga nýjustu græjurnar.

Auk þessa hefur Jakob starfað sem myndlistarmaður (málari) og er meðlimur í SÍM og í stjórn FÍM.

www.instagram.com/jakobjohannsson

Jakob hefur myndskreytt bækur, auglýsingar og sjónvarpsþætti. Hann er einnig stúdíóljósmyndari (án diplómu) og tekur m.a. mikið af portraitmyndum.

www.instagram.com/jakobjohannsson_photography

Hugrún Halldórsdóttir

Tómas Hugi Kristjánsson